Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Abraham og Félix slógu Roma úr bikarnum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
AC Milan 3 - 1 AS Roma
1-0 Tammy Abraham ('16)
2-0 Tammy Abraham ('42)
2-1 Artem Dovbyk ('54)
3-1 Joao Felix ('72)

AC Milan er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins eftir góðan sigur gegn AS Roma í 8-liða úrslitunum.

Tammy Abraham byrjaði í fremstu víglínu hjá Milan í dag, með nýju leikmennina Santiago Giménez og Joao Félix meðal varamanna.

Abraham skoraði tvennu í fyrri hálfleik gegn sínum fyrrum liðsfélögum og komu bæði mörkin eftir undirbúning frá bakverðinum öfluga Theo Hernández.

Artem Dovbyk minnkaði muninn eftir heppilegt mark í upphafi síðari hálfleiks en í kjölfarið fengu Santi Giménez og Joao Félix að spreyta sig. Það leið ekki á löngu þar til Giménez var búinn að leggja upp fyrir Félix til að innsigla sigur Milan á heimavelli.

Mörk Milan einkenndust af slökum varnarleik Rómverja en bæði lið fengu góð færi í opnum og skemmtilegum slag.

Milan er annað liðið til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitum bikarsins í ár eftir Bologna.

Milan mun mæta annað hvort Lazio eða nágrönnum sínum í liði Inter í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner