Jordon Ibe þótti mjög svo efnilegur fótboltamaður þegar hann var að koma upp hjá Liverpool á sínum tíma.
En ferill hans fór ekki alveg eins og fólk bjóst við. Andleg vandamál settu strik í reikninginn en hann hefur glímt við þunglyndi síðustu árin. Hann hefur talað opinskátt um þá baráttu.
En ferill hans fór ekki alveg eins og fólk bjóst við. Andleg vandamál settu strik í reikninginn en hann hefur glímt við þunglyndi síðustu árin. Hann hefur talað opinskátt um þá baráttu.
Ibe er í dag 29 ára og hefur upp á síðkastið verið að leika sér í utandeildunum á Englandi eftir að hafa hætt í fótbolta í nokkur ár. Hann er í dag á mála hjá Hungerford Town en hann gekk í raðir félagsins fyrir stuttu.
Í gær skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Hungerford sem leikur í sjöundu efstu deild Englands.
Hungerford birti myndir af glöðum Ibe eftir leikinn sem hafa vakið mikla athygli og ánægju á meðal stuðningsmanna Liverpool.
Hér fyrir neðan má sjá myndina en það er erfitt að halda ekki með Ibe.
What a winner Jords
— Hungerford Town FC (@HungerfordTown) February 4, 2025
????????????????#JordonIbe pic.twitter.com/2ihd1JnfND
Congratulations to Jordon Ibe for scoring his first goal for Hungerford Town!
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 4, 2025
After struggling with mental health issues, Ibe is rediscovering life in the 7th division. pic.twitter.com/f43V0WzM1W
Athugasemdir