Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 05. febrúar 2025 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munið þið eftir Jordon Ibe?
Jordon Ibe þótti mjög svo efnilegur fótboltamaður þegar hann var að koma upp hjá Liverpool á sínum tíma.

En ferill hans fór ekki alveg eins og fólk bjóst við. Andleg vandamál settu strik í reikninginn en hann hefur glímt við þunglyndi síðustu árin. Hann hefur talað opinskátt um þá baráttu.

Ibe er í dag 29 ára og hefur upp á síðkastið verið að leika sér í utandeildunum á Englandi eftir að hafa hætt í fótbolta í nokkur ár. Hann er í dag á mála hjá Hungerford Town en hann gekk í raðir félagsins fyrir stuttu.

Í gær skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Hungerford sem leikur í sjöundu efstu deild Englands.

Hungerford birti myndir af glöðum Ibe eftir leikinn sem hafa vakið mikla athygli og ánægju á meðal stuðningsmanna Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá myndina en það er erfitt að halda ekki með Ibe.



Athugasemdir
banner
banner