Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. apríl 2021 12:40
Elvar Geir Magnússon
Láki hættir hjá Hong Kong í sumar
Þorlákur Ánason hættir hjá knattspyrnusambandi Hong Kong í sumar.
Þorlákur Ánason hættir hjá knattspyrnusambandi Hong Kong í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Samningurinn minn er að renna út í lok júní og þá fer ég að gera eitthvað annað," segir Þorlákur Árnason en hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Þorlákur hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong síðan í janúar 2019 en mun hætta í sumar.

„Ég hef klárað öll þau verkefni sem ég tók að mér hérna. Það var að búa til fimm ára plan fyrir sambandið og gera allar þær breytingar sem sambandið vildi gera. Nú er ég að fylgja þeim eftir."

Staða yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ er að losna en Þorlákur hyggst ekki sækjast eftir því starfi.

„Nei ég stefni á að vinna áfram erlendis, hvað sem það verður. Ég var búinn að vinna lengi hjá KSÍ og öllum þjálfurum og leikmönnum langar að vinna erlendis," segir Þorlákur sem hefur fundið sig vel í Hong Kong.

„Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkt og gaman og það verður erfitt að fara þegar þetta klárast í júní."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan eða í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Láki um landsliðið, Addi Grétars og Birkir Már
Athugasemdir
banner
banner
banner