Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
banner
   mið 05. maí 2021 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð: Ákváðum að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega vorleikur alveg hárrétt og ótrúlega lukkulegur að vera með 3 stig í poka heim á móti góðu Keflavíkur liði.“
Voru fyrstu orð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar þjálfara Selfoss í viðtali við fréttaritara eftir 0-3 útisigur á liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Eftir rólegar upphafsmínútur í fyrri hálfleik tók lið Selfoss hægt og rólega frumkvæðið í leiknum og virtust sem þær væru hreinlega grimmari en heimakonur í Keflavík og uppskáru meðal annars mark rétt áður en flautað var til hálfleiks.

„Já ég held að ég geti bara verið sammála því. Ég er búinn að spila við Keflavík í vetur og það hefur alltaf verið þeirra stíll að vera dálítið aggressívar, fastar fyrir og við ákváðum það að matcha þær, að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur og það tókst bara mjög vel. “

Fyrir leiktímabilið í fyrra talaði Alfreð um það að liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um titilinn. Þær vonir fóru fljótt það sumarið eftir tap í fyrsta leik. Nú ert staðan önnur og Selfoss komið með 3 stig eftir fyrstu umferð.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn fyrsta leik með Selfoss eftir að ég tek við þannig að ég er mjög lukkulegur með það.“

Alfreð var að lokum spurður út í Hólmfríði Magnúsdóttur sem átti góðan leik í dag um hvort hún myndi ekki styrkja hvert einasta lið í þessari deild?„Já og það góða við það er að hún er Selfyssingur.“ Og bætti svo við aðspurður hvort hann hefði þurft að suða mikið í henni að hætta við að hætta? „Nei það er það góða við það. Völlurinn er svo grænn á Selfossi og þegar hann fer að grænka þá er Fríða klár.“

Sagði Alfreð en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner