Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 05. maí 2021 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð: Ákváðum að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur
Kvenaboltinn
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega vorleikur alveg hárrétt og ótrúlega lukkulegur að vera með 3 stig í poka heim á móti góðu Keflavíkur liði.“
Voru fyrstu orð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar þjálfara Selfoss í viðtali við fréttaritara eftir 0-3 útisigur á liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Eftir rólegar upphafsmínútur í fyrri hálfleik tók lið Selfoss hægt og rólega frumkvæðið í leiknum og virtust sem þær væru hreinlega grimmari en heimakonur í Keflavík og uppskáru meðal annars mark rétt áður en flautað var til hálfleiks.

„Já ég held að ég geti bara verið sammála því. Ég er búinn að spila við Keflavík í vetur og það hefur alltaf verið þeirra stíll að vera dálítið aggressívar, fastar fyrir og við ákváðum það að matcha þær, að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur og það tókst bara mjög vel. “

Fyrir leiktímabilið í fyrra talaði Alfreð um það að liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um titilinn. Þær vonir fóru fljótt það sumarið eftir tap í fyrsta leik. Nú ert staðan önnur og Selfoss komið með 3 stig eftir fyrstu umferð.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn fyrsta leik með Selfoss eftir að ég tek við þannig að ég er mjög lukkulegur með það.“

Alfreð var að lokum spurður út í Hólmfríði Magnúsdóttur sem átti góðan leik í dag um hvort hún myndi ekki styrkja hvert einasta lið í þessari deild?„Já og það góða við það er að hún er Selfyssingur.“ Og bætti svo við aðspurður hvort hann hefði þurft að suða mikið í henni að hætta við að hætta? „Nei það er það góða við það. Völlurinn er svo grænn á Selfossi og þegar hann fer að grænka þá er Fríða klár.“

Sagði Alfreð en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner