Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Skorar tvö mikilvæg mörk og siglir þessu heim
Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
Bræðurnir Bjartur og Heiðar.
Bræðurnir Bjartur og Heiðar.
Mynd: Einherji
Bjartur Aðalbjörnsson, leikmaður Einherja, er leikmaður fjórðu umferðar í 3. deild karla. Hann átti stórleik þegar Einherji vann frábæran 5-2 sigur á Elliða.

Þetta var tilkynnt í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni fyrr í vikunni.

„Einherji sækir sinn fyrsta sigur, hann skorar tvö fáránlega mikilvæg mörk og siglir þessu heim," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Í umferð þar sem lítið um tilþrif. Veðrið hafði mikil áhrif á hvernig leikirnir þróuðust. Þar eru menn sem stíga upp, eins og Bjartur gerði. Hann skorar tvö mikilvæg mörk... hann er bara mættur og klárar. Hann á þetta fyllilega skilið og vel að þessu kominn," sagði Gylfi Tryggvason.

Einherji er með þrjú stig eftir fjóra leiki en á leik við Augnablik í dag.

3. deild karla
13:00 Höttur/Huginn-KFG (Fellavöllur)
14:00 Augnablik-Einherji (Fífan)
14:00 Elliði-KFS (Würth völlurinn)
14:00 ÍH-Sindri (Skessan)
Ástríðan - Yfirferð yfir 4. umferð - Línur að skýrast?
Athugasemdir
banner
banner