Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 05. september 2016 21:08
Magnús Már Einarsson
Leið yfir Ara í klefanum - Aron mjög áhyggjufullur í viðtali
Icelandair
Ari borinn af velli í leiknum í kvöld.
Ari borinn af velli í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óhugnalegt atvik átti sér stað þegar Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var í viðtali á RÚV eftir 1-1 jafntefli Íslands við Úkraínu í kvöld.

Aron stoppaði í miðju viðtali við Einar Örn Jónsson og var mjög áhyggjufullur á svip. Aron sagði ekki orð í þónokkurn tíma og virtist hafa miklar áhyggjur af einhverju sem var í gangi í nágrenninu.

„Alfreð, er í lagi?" heyrðist Aron meðal annars spyrja Alfreð Finnbogason sem var á leið í viðtal á eftir honum.

Smelltu hér til að sjá viðtalið á vef RÚV

Fótbolti.net er á staðnum í Úkraínu og samkvæmt upplýsingum þaðan þá leið yfir Ara Frey Skúlason inni í búningsklefa íslenska liðsins. Áhyggjur Arons komu út frá því en hann sá að eitthvað var að í búningsklefanum.

Læknateymið hugaði að Ara og hann er í góðu lagi samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

Aron kláraði viðtalið á endanum eftir talsverða bið.

Ari fór meiddur af velli í leiknum í kvöld en hann fékk högg á ökklann eftir samstuð undir lok fyrri hálfleiks.



Athugasemdir
banner
banner