Edu hætti skyndilega sem íþróttastjóri Arsenal í gær en hann er að fara vinna með Evangelos Marinakis sem er m.a. eigandi Nottingham Forest.
Samvinna Edu og Mikel Arteta hefur verið frábær undanfarin ár og hefur liðið verið í góðri samkeppni um titilinn í úrvalsdeildinni.
Arteta tjáði sig um brotthvarf Edu á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun.
„Það gerðist allt svo hratt. Ég elskaði að vinna með honum, ég naut þess að vera með honum á þessu frábæra ferðalagi. Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og félagið," sagði Arteta.
„Ég er mjög lánssamur að hann hafi verið hluti af lífi mínu að stýra þessu félagi. Hann fékk frábært tækifæri til að gera eitthvað annað í öðru hlutverki. Honum finnst þetta vera best fyrir sig og við verðum að virða það. Ég óska honum alls hins besta."