Eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni sest Troy Deeney niður með blað og penna og velur úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC. Nýliðin umferð var jákvæð fyrir Liverpool sem vann Brighton á meðan Manchester City og Arsenal töpuðu gegn Bournemouth og Newcastle.
Varnarmaður: Ola Aina (Nottingham Forest) - Meðal markaskorara í 3-0 sigrinum gegn West Ham og hefur verið virkilega góður á tímabilinu.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Lék sinn besta leik fyrir Chelsea í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United. Það var ekki bara markið hans heldur líka alhliða frammistaða hans á miðsvæðinu.
Miðjumaður: Joao Gomes (Wolves) - Frábær fótboltamaður sem skoraði og var út um allan völl í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace.
Miðjumaður: Lewis Cook (Bournemouth) - Var hrikalega öflugur á miðsvæði Bournemouth í sigrinum gegn Englandsmeisturunum.
Sóknarmaður: Anthony Gordon (Newcastle) - Geggjuð fyrirgjöf í stoðsendingu hans á Alexander Isak í sigurmarkinu gegn Arsenal.
Stjórinn: Andoni Iraola (Bournemouth) - Ótrúlega vel upplagður leikur og lið hans sýndi mikið hugrekki.
Athugasemdir