Eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni sest Troy Deeney niður með blað og penna og velur úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC. Nýliðin umferð var jákvæð fyrir Liverpool sem vann Brighton á meðan Manchester City og Arsenal töpuðu gegn Bournemouth og Newcastle.
Markvörður: Aaron Ramsdale (Southampton) - Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Dýrlingarnir unnu Everton.
Varnarmaður: Adam Smith (Bournemouth) - Reynsla Smith í hægri bakverðinum kom sér vel gegn Manchester City. Hann var með Matheus Nunes í vasanum.
Varnarmaður: Radu Dragusin (Tottenham) - Dragusin lék virkilega vel við hlið Cristian Romero í fjarveru Micky van de Ven sem er meiddur. Dragusin steig ekki feilspor í 4-1 sigri Spurs gegn Aston Villa.
Varnarmaður: Taylor Harwood-Bellis (Southampton) - Hefur á köflum verið í miklu brasi og er að venjast úrvalsdeildinni. En í sigrinum gegn Everton átti hann hörkuflottan leik.
Varnarmaður: Ola Aina (Nottingham Forest) - Meðal markaskorara í 3-0 sigrinum gegn West Ham og hefur verið virkilega góður á tímabilinu.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Lék sinn besta leik fyrir Chelsea í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United. Það var ekki bara markið hans heldur líka alhliða frammistaða hans á miðsvæðinu.
Miðjumaður: Joao Gomes (Wolves) - Frábær fótboltamaður sem skoraði og var út um allan völl í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace.
Miðjumaður: Lewis Cook (Bournemouth) - Var hrikalega öflugur á miðsvæði Bournemouth í sigrinum gegn Englandsmeisturunum.
Sóknarmaður: Anthony Gordon (Newcastle) - Geggjuð fyrirgjöf í stoðsendingu hans á Alexander Isak í sigurmarkinu gegn Arsenal.
Sóknarmaður: Antoine Semenyo (Bournemouth) - Besti leikmaður helgarinnar. Skilaði marki og frammistöðu upp á 9,5/10 gegn Manchester City.
Stjórinn: Andoni Iraola (Bournemouth) - Ótrúlega vel upplagður leikur og lið hans sýndi mikið hugrekki.
Athugasemdir