Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 05. desember 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan Betsie spáir því að Sverrir verði meistari
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildin er komin í vetrarfrí en það eru Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland sem eru á toppi deildarinnar.

Íslenski landsliðsvarnarmaðurinn gekk í raðir Midtjylland

Vefsíðan bettingexpert.com fékk ofurtölvuna Betsie til að spá fyrir um lokaniðurstöðu deildarinnar og hún spáir því að Mið-Jótlendingar standi uppi sem meistarar.

Betsie reiknar út að Midtjylland eigi 50,8% möguleika á því að vinna danska meistaratitilinn. FC Kaupmannahöfn fær 24,5% og Bröndby 24%.

Hún reiknar út að Íslendingaliðið Lyngby endi í áttunda sæti. Lyngby er sem stendur í 7. sæti en aðeins eru taldar 4,5% líkur á því að liðið endi í efri helmingnum.

Nánar má lesa um útreikninga Betsie hjá Tipsbladet.
Athugasemdir
banner
banner
banner