Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   þri 05. desember 2023 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka truflaði Rice í viðtali: Hann vissi að boltinn væri á leiðinni inn
Rice var hetja Arsenal í kvöld
Rice var hetja Arsenal í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Arsenal vann ótrúlegan 4-3 sigur á Luton í kvöld þar sem Declan Rice skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.


Rice skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Martin Ödegaard. Rice og Bukayo Saka voru í viðtali eftir leiinn þar sem Rice var spurður að því hvort hann vissi að boltinn væri á leiðinni í netið.

„Við vorum að banka á dyrnar. Þegar Ödegaard fékk boltann var maðurinn að dekka mig og ég náði að hrista hann af mér og fór að hörku í boltann," sagði Rice.

„Hann vissi að hann væri á leiðinni inn," skaut Saka inn í.

„Það getur allt gerst. Boltinn fór í hornið, ég er bara að reyna að ná utan um þetta. Þvílíkur leikur og það er heiður að skora sigurmarkið," sagði Rice.

Saka var að spila sinn 200. leik fyrir Arsenal. Það v

„Það er ekki til betri leið til að spila minn 200. leik fyrir Arsenal. Fyrir félagið sem ég elska og ná í svona sigur, þetta var frábært kvöld fyrir mig," sagði Saka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner