Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
banner
   lau 06. janúar 2018 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Fjölnir með sigur á Íslandsmeisturunum
Birnir Snær skoraði glæsilegt mark.
Birnir Snær skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 4 - 2 Valur
0-1 Arnar Sveinn Geirsson ('25)
1-1 Hans Viktor Guðmundsson ('41)
2-1 Birnir Snær Ingason ('44)
2-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('45, víti)
3-2 Þórir Guðjónsson ('75)
4-2 Jóhann Árni Gunnarsson ('82)

Fjölnir og Valur áttust við í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins þennan veturinn. Leikurinn fór fram í Egilshöll í dag. Það vantaði marga öfluga menn í Valsliðið sem tefldi þó fram sterku liði. Þessi tvö lið léku úrslitaleikinn í fyrra og vann Valur þá 1-0.

Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem gekk í raðir Vals í gær, lék í marki Vals í fjarveru Antons Ara Einarssonar sem er í landsliðsverkefni.

Valsmenn stýrðu leiknum í byrjun og Ólafur Karl Finsen var líklegur í tvígang áður en Arnar Sveinn Geirsson braut ísinn. Arnar skoraði fyrsta mark Reykjavíkurmótsins eftir flottan einleik en hann var á kantinum í þessum leik.

Varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson brá sér í sóknina og jafnaði fyrir Fjölni 1-1 af stuttu færi eftir góða sókn.

Birnir Snær Ingason kom Fjölni svo yfir með frábæru marki. Hann fór illa með Rasmus Christiansen, klobbaði þann danska í aðdragandanum.

Fyrir hálfleik fékk Valur vítaspyrnu. Sigurpáll Melberg braut klaufalega á Hauki Páli Sigurðssyni. Guðjón Pétur Lýðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi og 2-2 í hálfleik.

Leikurinn róaðist í seinni hálfleiknum en Fjölnismenn voru ívið líklegri og komust aftur yfir þegar Þórir Guðjónsson skoraði með skalla.

Hinn sextán ára Jóhann Árni Gunnarsson kom Fjölni svo í 4-2 með skoti af löngu færi yfir Svein Sigurð í marki Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner