Sven Mislintat hefur verið rekinn úr starfi tæknilegs stjóra hjá Borussia Dortmund.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag en Mislintat hefur séð um leikmannamálin hjá félaginu.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag en Mislintat hefur séð um leikmannamálin hjá félaginu.
Mislintat sá um leikmannakaup Dortmund frá 2006-2017. Hann starfaði síðan hjá Arsenal og Stuttgart áður en hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax þar sem hann gerði allt vitlaust.
Hann hefur núna verið látinn fara frá Dortmund í annað sinn. Hann hefur núna misst vinnuna hjá Dortmund, Arsenal, Ajax og aftur Dortmund með frekar skömmu millibili.
Mislintat sneri aftur til Dortmund síðasta sumar en fljótlega var byrjað að tala um að það ætti að reka hann. Núna hefur það raungerst en hann virðist einfaldlega ekki sérlega góður í sínu starfi.
Athugasemdir