Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. apríl 2020 12:42
Elvar Geir Magnússon
Bæjarar byrjaðir að æfa - Farið eftir fyrirmælum
Frá æfingasvæði Bayern í morgun.
Frá æfingasvæði Bayern í morgun.
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar Bayern München mættu á liðsæfingu í morgun, í fyrsta sinn síðan tímabilinu var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Fleiri þýsk félög byrjuðu að æfa aftur í morgun. Á æfingu Bayern æfðu menn í fimm manna hópum og voru engar snertingar milli manna. Sama fyrirkomulag var á æfingum Borussa Mönchengladbach og Wolfsburg.

Leikmenn botnliðs Paderborn, sem Samúel Kári Friðjónsson spilar með, unnu saman í litlum hópum og sagði þjálfari liðsins, Steffen Baumgart, að það væri mikilvægt fyrir leikmenn að fá boltann aftur í fæturna.

Bayern München bað stuðningsmenn sína um að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og mæta ekki fyrir utan æfingasvæðið.

Bayern var á toppi deildarinnar þegar tímabilinu var frestað, fjórum stigum á undan Borussia Dortmund. Þýsku deildinni hefur verið frestað til 30. apríl að minnsta kosti.
Athugasemdir
banner
banner