mán 06. apríl 2020 08:20
Elvar Geir Magnússon
Sancho hafnar Man Utd ef liðið nær ekki í Meistaradeildina
Powerade
Harry Kane til Real Madrid?
Harry Kane til Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Timothy Fosu-Mensah.
Timothy Fosu-Mensah.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, Jadon Sancho, Alfredo Morelos, Alexis Sanchez og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Real Madrid vill fá Harry Kane (26), sóknarmann Tottenham og enska landsliðsins. Zinedine Zidane vill bæta við sóknarmanni í sumar en Kane er samningsbundinn Spurs til 2024. (Sport)

Jadon Sancho (20), sóknarleikmaður Borussia Dortmund, mun hafna Manchester United í sumar ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. (Sun)

Leicester, Newcastle, Crystal Palace og Aston Villa hafa áhuga á kólumbíska sóknarmanninum Alfredo Morelos (23) hjá Rangers. (Talksport)

West Ham hefur verið í viðræðum við umboðsmann Alexis Sanchez (31). Sílemaðurinn er á láni hjá Inter frá Manchester United en Hamrarnir hafa áhuga. (Sport Witness)

David Silva (34) gæti fengið kveðjuleik á Etihad leikvangnum í sumar ef heimsfaraldurinn kemur í veg fyrir að hann geti heimsótt leik Manchester City og kvatt stuðningsmenn. (Mail)

Dimitar Berbatov telur að það yrði betra fyrir Timo Werner (24), sóknarmann RB Leipzig, að ganga í raðir Bayern München en Liverpool í sumar. (Mirror)

Leicester, Tottenham og Everton hafa áhuga á að fá franska varnartengiliðinn Baptiste Santamaria (25) sem spilar fyrir Angers. (Express)

Framleiðendur Football Manager tölvuleiksins hafa notað leikinn til að leika eftir lokasprett tímabilsins í Meistaradeildinni. Leikurinn spáir úrslitaleik milli Manchester City og Bayern München. (Mirror)

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa keypt sína eigin pinna til að skoða leikmenn vegna kórónaveirunnar. (Star)

Framtíð hollenska varnarmannsins Timothy Fosu-Mensah (22) hjá Manchester United er í óvissu. Ole Gunnar Solskjær íhugar hvort hann eigi að virkja eins árs framlengingu á samningi hans. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner