Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 06. apríl 2021 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti annað mark Real Madrid að standa? - „Þetta er brot"
Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Vinicius kom Madrídingum yfir í fyrri hálfleik og Marco Asensio gerði annað mark þeirra eftir slæm mistök Trent Alexander-Arnold.

Liverpool-menn voru ósáttir við það að markið fengi að standa, þeir vildu fá brot á Sadio Mane áður en sókn Real Madrid hófst. Rætt var um þetta í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Mér finnst þetta vera brot. Það hefði alltaf verið dæmt á þetta út á miðjum velli. Þetta er brot," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH.

„Ég get tekið undir það með ykkur að þetta er líklega brot samkvæmt laganna bókstaf en mér finnst þetta lítið," sagði Atli Viðar Björnsson.


Athugasemdir
banner
banner