Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. apríl 2021 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Real í fínum málum - Drama á Etihad
Real Madrid vann 3-1.
Real Madrid vann 3-1.
Mynd: Getty Images
Salah skoraði mark Liverpool.
Salah skoraði mark Liverpool.
Mynd: Getty Images
Foden tryggði Man City sigur.
Foden tryggði Man City sigur.
Mynd: Getty Images
Umdeild atvik.
Umdeild atvik.
Mynd: Getty Images
Átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar hófust í kvöld með sannkölluðum hvelli.

Hátt tempó og mikil skemmtun í Madríd
Í spænsku höfuðborginni, Madríd, var mjög hátt tempó lengst af og gríðarlega mikil skemmtun fyrir hlutlausa fótboltaaðdáendur, og jú Real Madrid stuðningsmenn.

Það var hvorki svipur né sjón að sjá til Liverpool í fyrri hálfleik eftir góða frammistöðu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Real Madrid, sem var án Eden Hazard, Raphael Varane og Sergio Ramos í kvöld, tók forystuna verðskuldað þegar Vinicius skoraði eftir stórkostlega sendingu Toni Kroos.

Marcos Asensio kom svo heimamönnum í 2-0 níu mínútum síðar eftir slæm mistök frá Trent Alexander-Arnold. Bakvörðurinn skallaði boltann fyrir fætur Asensio sem þakkaði fyrir sig. Liverpool-fólk vildi kannski fá brot á Sadio Mane í aðdraganda marksins en það var ekkert dæmt á það.

Staðan var 2-0 í hálfleik og hélt Jurgen Klopp væntanlega góða ræðu í hálfleik því Liverpool mætti af ágætis krafti í seinni hálfleikinn. Mohamed Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu eftir að boltinn hrökk til hans í teignum eftir skot Diogo Jota.

Þetta var endanna á milli en heimamenn voru sterkari og þeim tókst að skora aftur á 65. mínútu. Aftur var það Vinicius sem skoraði. Hann fékk boltann í teignum og átti skot sem Alisson náði ekki að verja.

Liverpool fékk ekki mikið af hættulegum tækifærum til að minnka muninn og ná öðru útivallarmarki og lokatölur 3-1. Ensku meistararnir verða að gera betur á heimavelli í næstu viku, næsta miðvikudag.

Dortmund í séns
Það var dramatík á Etihad-vellinum í Manchester þegar heimamenn, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, tók á móti Erling Haaland og félögum í Borussia Dortmund.

Kevin de Bruyne kom þar City yfir á 19. mínútu en stuttu síðar dæmdi Ovidiu Hategan, dómari, vítaspyrnu fyrir City þegar Rodri féll í teignum eins og hann hefði verið skotinn. Rodri hélt um höfuð sitt þótt Emre Can hefði ekki komið nálægt því.

Þetta var slakur leikþáttur hjá Rodri og þó það hefði verið lítil snerting á milli Can og Rodri, þá sneri Hategan við dómnum. Can snerti hné Rodri örlítið með fæti sínum.

Hategan er mikið í umræðunni eftir þennan leik, eftir atvik sem gerðist seint í fyrri hálfleiknum. Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham skoraði fyrir Dortmund en Hategan var búinn að flauta í flautu sína áður en enski táningurinn setti boltann í netið; hann flautaði brot á Bellingham.

Hann mat það sem svo að Bellingham hefði brotið á Ederson, markverði Man City, en Bellingham fór í boltann og svo sparkaði Ederson í hann. Það var ekki hægt að skoða það aftur í VAR því Hategan flautaði áður en Bellingham skoraði. Virkilega slök dómgæsla sem gæti reynst dýrkeypt fyrir Dortmund.

Staðan var 1-0 í hálfleik og hún var það alveg fram á 84. mínútu þegar Marcos Reus jafnaði fyrir Dortmund eftir sendingu frá Haaland inn fyrir vörnina. City fer hins vegar með forystu inn í seinni leikinn þar sem Phil Foden skoraði sigurmarkið seint eftir undirbúning frá De Bruyne og Gundogan.

Dortmund er í möguleika, alveg klárlega. Bæði þessu einvígi eru enn opin og það getur mikið gerst. Seinni leikirnir í þessari bestu deild í heimi fara fram næsta miðvikudag.

Manchester City 2 - 1 Borussia D.
1-0 Kevin de Bruyne ('19 )
1-1 Marco Reus ('84 )
2-1 Phil Foden ('90 )

Real Madrid 3 - 1 Liverpool
1-0 Vinicius Junior ('27 )
2-0 Marco Asensio ('36 )
2-1 Mohamed Salah ('51 )
3-1 Vinicius Junior ('65 )
Athugasemdir
banner
banner
banner