Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Murielle elskar þessa deild
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan gerði bæði mörk Tindastóls í sigri liðsins gegn Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.

Síðustu tvö tímabil sem Murielle hefur leikið í Lengjudeildinni, þá hefur hún skorað 49 mörk í 34 leikjum. Hún er því ansi líkleg til að skora þau nokkur í sumar.

Hún byrjar af krafti og Stólarnir byrja vel; á þremur stigum á heimavelli sínum.

Þá gerði HK mjög góða ferð í Árbæinn þar sem þær mættu Fylki, liði sem féll úr efstu deild í fyrra. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir HK því Agnes Birta Eiðsdóttir kom Fylki yfir eftir aðeins 15 mínútna leik. En gestirnir svöruðu því mjög vel.

Isabella Eva Aradóttir jafnaði á 17. mínútu og hún var svo aftur á ferðinni á 29. mínútu. Hún sá til þess að HK-ingar leiddu þegar flautað var til hálfleiks.

Gabriella Lindsay Coleman gerði svo þriðja mark HK um miðbik seinni hálfleiks og tókst Fylki ekki að komast aftur inn í leikinn eftir það; lokatölur 1-3.

Á morgun klárast fyrsta umferð Lengjudeildarinnar með leik Fjarðab/Hattar/Leiknis og Fjölnis í Fjarðabyggðarhöllinni.

Fylkir 1 - 3 HK
1-0 Agnes Birta Eiðsdóttir ('15 )
1-1 Isabella Eva Aradóttir ('17 )
1-2 Isabella Eva Aradóttir ('29 )
1-3 Gabriella Lindsay Coleman ('64 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 2 - 0 Grindavík
1-0 Murielle Tiernan
2-0 Murielle Tiernan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner