Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir á leið til Danmerkur á reynslu
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, mun á næstunni halda út til Danmerkur þar sem hann verður á reynslu hjá Horsens.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni í dag.

Valgeir spilaði í gær með HK þegar liðið tapaði gegn Selfossi í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. Félög í efstu deild eru að reyna að næla í Valgeir og það skiljanlega, enda með efnilegri leikmönnum landsins.

Valgeir, sem getur leyst ýmsar stöður, er að verða samningslaus eftir tímabilið og getur því byrjað núna að ræða við önnur félög um samning fyrir næsta tímabil.

Horsens er í B-deild í Danmörku og er sem stendur í öðru sæti með jafnmörg stig og Íslendingafélagið Lyngby.

Einn besti leikmaður deildarinnar
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, var í viðtali við Fótbolta.net áður en Lengjudeildin hófst þar sem hann var spurður að því hversu mikilvægt það væri fyrir liðið að halda Valgeiri.

„Það er mjög mikilvægt. Ef hann spilar eftir sínum gæðum þá verður hann einn besti leikmaður deildarinnar. Það munar um að hafa þannig leikmann í sínu liði," sagði Leifur.

Sjá einnig:
„Félög eru farin að tala við hann, klárlega"
Leifur: Vorum að díla við ákveðna þynnku eftir að hafa farið niður
Athugasemdir
banner
banner