Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 06. maí 2024 12:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýring á viðbrögðum fyrirliðans - „Þá fauk í Geira minn og ég elskaði það"
Ásgeir bakkaði sinn mann upp.
Ásgeir bakkaði sinn mann upp.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Aron Þórður er á sínu þriðja tímabili með KR.
Aron Þórður er á sínu þriðja tímabili með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net fjallaði fyrr í dag um hitann eftir lokaflautið á Greifavellinum í gær. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, var ekki kátur með Aron Þórð Albertsson leikmann KR.

Undirritaður var að ræða við KA manninn Hallgrím Mar Steingrímsson um hans fyrstu 45 mínútur á vellinum í sumar þegar hann spurði hvort Hallgrímur vissi hvað hefði gengið á. Kemur þá upp úr krafsinu að Hallgrímur tengdist atvikinu.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

„Aron var að tala við dómarana eftir leik og segir þá mjög lélega. Þá sagði ég við hann: 'já, af því að þú ert svo frábær í fótbolta' í smá kaldhæðnistón."

„Þá segir hann við mig: 'hvað ert þú að segja, hvað hefur þú gert?'"


Aron hefur væntanlega ekki áttað sig á því við hvern hann væri að ræða því Hallgrímur hefur verið einn öflugasti leikmaður deildarinnar síðasta áratuginn eða svo.

„Hann vissi ekki að þetta var ég greinilega, því ég hef gert allavega ágætlega í þessari deild."

„En svo spyr hann mig hvað ég ætli að gera eftir ferilinn, og spyr hvort ég fari að vinna á ruslabílnum."

„Þá fauk í Geira minn og ég elskaði það."

„Það getur verið að Aron hafi suðað eitthvað meira eftir þetta, en ég heyrði það allavega ekki,"
sagði Hallgrímur.

Eins og fram kom í fréttinni fyrr í dag þá dró Pálmi Rafn Pálmason, Húsvíkingur og náfrændi Ásgeirs, Ásgeir í burtu og eftir það róaðist allt.
Athugasemdir
banner
banner