Það var hiti í leikslok þegar KA og KR mættust á Greifavellinum í gær. Orðaskipti urðu milli manna en þegar allt virtist vera farið að róast hljóp Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, að Aroni Þórði Albertssyni og var hann sýnilega ekki kátur með KR-inginn.
Ásgeir las honum pistilinn alveg þangað til Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, dró Ásgeir til hliðar. Ásgeir og Pálmi eru báðir Húsvíkingar.
Ásgeir las honum pistilinn alveg þangað til Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, dró Ásgeir til hliðar. Ásgeir og Pálmi eru báðir Húsvíkingar.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 KR
Ásgeir var spurður út í hitann í leikslok í viðtali við Fótbolta.net.
„Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti sem hann á alls ekkert að vera segja, hann veit upp á sig skömmina held ég."
Það voru óheppileg orð látin falla?
„Já, eitthvað sem á ekki að heyrast," sagði Ásgeir.
Athugasemdir