Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir las Aroni pistilinn: Sagði hluti sem á alls ekkert að vera segja
Ásgeir í baráttunni í leiknum í gær.
Ásgeir í baráttunni í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var hiti í leikslok þegar KA og KR mættust á Greifavellinum í gær. Orðaskipti urðu milli manna en þegar allt virtist vera farið að róast hljóp Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, að Aroni Þórði Albertssyni og var hann sýnilega ekki kátur með KR-inginn.

Ásgeir las honum pistilinn alveg þangað til Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, dró Ásgeir til hliðar. Ásgeir og Pálmi eru báðir Húsvíkingar.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Ásgeir var spurður út í hitann í leikslok í viðtali við Fótbolta.net.

„Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti sem hann á alls ekkert að vera segja, hann veit upp á sig skömmina held ég."

Það voru óheppileg orð látin falla?

„Já, eitthvað sem á ekki að heyrast," sagði Ásgeir.
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Athugasemdir
banner
banner