Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í kvöld þar sem átta leikir eru á dagskrá og eru sex þeirra sérstaklega spennandi.
Í karlaflokki eiga KA og KR heimaleiki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA tekur á móti Grindavík á meðan KR fær Stjörnuna í heimsókn.
Þetta eru gríðarlega spennandi leikir, þar sem Lengjudeildarlið Grindavíkur sló Val óvænt úr leik í 16-liða úrslitum á Hlíðarenda. Sigurvegarar kvöldsins komast í undanúrsltapottinn ásamt Víkingi R. og Breiðabliki sem unnu sína leiki í gær.
Þá eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild kvenna sem ætlar að vera ótrúlega spennandi í ár. Topplið Vals tekur á móti risabönunum frá Akureyri sem hafa sigrað Breiðablik og Stjörnuna á deildartímabilinu.
Þróttur R. getur þá styrkt stöðuna sína í toppbaráttunni með sigri á Sauðárkróki á meðan ÍBV heimsækir Keflavík og FH mætir Selfossi í neðri hlutanum.
Mjólkurbikar karla
17:30 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
20:00 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
Besta-deild kvenna
18:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
19:15 Tindastóll-Þróttur R. (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 FH-Selfoss (Kaplakrikavöllur)
5. deild karla - A-riðill
20:00 KB-Stokkseyri (Domusnovavöllurinn)
5. deild karla - B-riðill
20:00 Smári-Berserkir/Mídas (Fagrilundur - gervigras)
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |