Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 06. ágúst 2024 08:35
Elvar Geir Magnússon
Missti sjálfstraustið vegna pressunnar sem fylgdi verðmiðanum
Mynd: Getty Images
Moises Caicedo miðjumaður Chelsea segir að sitt fyrsta tímabil hjá félaginu hafi verið mjög erfitt og hann hafi misst sjálfstraust vegna pressunnar sem fylgdi 115 milljóna punda verðmiðanum.

Ekvadorinn var keyptur frá Brighton í fyrra en Chelsea skákaði Liverpool í verðstríði. Hann skoraði eitt mark og átti fjórar stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Chelsea en liðið hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Byrjunin var mjög erfið fyrir mig, kominn í stórt félag og með þennan verðmiða. Það var krafa á að vinna alla leiki," segir Caicedo.

„Þetta var erfitt fyrir mig því hjá Brighton var pressan minni. En eftir fjóra eða fimm mánuði fór ég að finna mig betur. Ég veit yfir hverju ég bý en þegar sjálfstraustið er ekki til staðar er þetta erfitt."

Caicedo lítur björtum augum á komandi tímabil og ætlar að láta til sín taka undir stjórn nýs stjóra, Enzo Maresca: „Hann spilar sama kerfi og ég var vanur að spila hjá Brighton," segir þessi 22 ára leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner