Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. október 2022 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Arsenal með öruggan sigur á Bodö/Glimt - Roma tapaði
Nketiah með tvö mörk í tveimur leikjum í Evrópudeildinni
Nketiah með tvö mörk í tveimur leikjum í Evrópudeildinni
Mynd: Getty Images

Arsenal fékk Bodö/Glimt í heimsókn í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Arsenal hefur byrjað tímabilið hrikalega vel og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en norsku meistararnir eru 15 stigum frá toppsætinu í efstu deild í Noregi.


Gæðamunurinn var greinilegur í kvöld en Eddie Nketiah kom liðinu yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik. Rob Holding skoraði annað mark leiksins stuttu síðar eftir undirbúning Fabio Vieira.

Mikel Arteta var ekki sáttur með sína menn í upphafi síðari hálfleik og gerði þrefalda skiptingu snemma. Gabriel Jesus, Martin Odegaard og Bukayo Saka komu inná.

Vieira tryggði liðinu sigur með því að skora þriðja markið eftir undirbúning Jesus.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í vörn Bodö/Glimt.

Elías Rafn Ólafsson sá sína menn í Midtjylland gera 2-2 jafntefli gegn Feyenoord en hann var á bekknum í kvöld. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos sem steinlá gegn Qarabag 3-0.

Arsenal er á toppi A riðils með sex stig, tveimur stigum á undan Bodö og PSV sem valtaði yfir Zurich 5-0 í dag en liðið er á botninum án stiga.

Midtjylland er í 2. sæti F riðils með 4 stig jafn mörg stig og Feyenoord sem er á toppnum en Lazio og Strum Graz koma þar á eftir einnig með fjögur stig eftir markalaust jafntefli í kvöld.

Þess má geta að Roma tapaði 2-1 gegn Real Betis á heimavelli og er í 3. sæti C riðils en Betis á toppnum með fullt hús.

A Riðill:

Zurich 1 - 5 PSV

0-1 Yorbe Vertessen ('10 )
0-2 Yorbe Vertessen ('15 )
0-3 Cody Gakpo ('21 )
0-4 Xavi Simons ('35 )
0-5 Cody Gakpo ('55 )
1-5 Jonathan Okita ('87 )

Arsenal 3 - 0 Bodo-Glimt
1-0 Edward Nketiah ('23 )
2-0 Rob Holding ('28 )
3-0 Fabio Vieira ('85 )

C riðill:

HJK Helsinki 1 - 1 Ludogorets
0-1 Matias Tissera ('10 )
1-1 Perparim Hetemaj ('55 )

Roma 1 - 2 Betis
1-0 Paulo Dybala ('34 , víti)
1-1 Guido Rodriguez ('40 )
1-2 Luiz Henrique ('88 )

F riðill:

Sturm 0 - 0 Lazio
Rautt spjald: Jusuf Gazibegovic, Sturm ('81)

Midtjylland 2 - 2 Feyenoord
0-1 Sebastian Szymanski ('23 )
0-2 Orkun Kocku ('45 , víti)
1-2 Gustav Isaksen ('54 )
2-2 Juninho ('85 )

G riðill:

Freiburg 2 - 0 Nantes
1-0 Daniel-Kofi Kyereh ('48 )
2-0 Vincenzo Grifo ('72 )

Olympiakos 0 - 3 Qarabag
0-1 Owusu ('68 )
0-2 Marko Vesovic ('82 )
0-3 Ramil Sheydaev ('86 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner