Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 06. október 2022 11:47
Elvar Geir Magnússon
Tekur Heimir Guðjóns við FH að nýju?
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn FH situr þessa stundina fund þar sem rætt er um stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara liðsins, Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er búist við því að niðurstaða fundarins verði sú að Eiður Smári verði látinn fara.

Fjallað hefur verið um að Eiður Smári hafi verið gripinn ölvaður við akstur eftir æfingu hjá liðinu fyrr í þessari viku.

Sögur eru í gangi um að Heimir Guðjónsson gæti snúið aftur í Hafnarfjörðinn og tekið við FH. Heimir vann á sínum tíma átta Íslandsmeistaratitila með FH; sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og síðan þjálfari.

Hann er án þjálfarastarfs eftir að hafa verið rekinn frá Val í sumar.

Einnig er talað um að Heimir gæti tekið við eftir að tímabilinu lýkur og að þeir Sigurvin Ólafsson og Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarmenn Eiðs, gætu þá stýrt FH liðinu út tímabilið. Hafnfirðingar eru í fallsæti og óvíst hvaða deild bíður þeirra á næsta ári.

Fótbolti.net náði ekki í Heimi Guðjónsson við vinnslu þessarar fréttar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner