Troy Deeney velur lið vikunnar hverju sinni í ensku úrvalsdeildinni fyrir hönd BBC og þessa vikuna koma flestir fulltrúarnir úr liði Liverpool, eða þrír talsins, á meðan tveir leikmenn koma úr röðum Arsenal og tveir frá Everton.
Markvörður: Jordan Pickford (Everton) - Varði vítaspyrnu og spilaði frábærlega til að halda hreinu gegn Newcastle.
Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Öruggur varnarlega og skapandi sóknarlega. Verður betri og betri með hverjum leiknum.
Miðvörður: Virgil van Dijk (Liverpool) - Steig ekki feilskref gegn Crystal Palace og hélt hæfileikaríkum sóknarleikmönnum þeirra niðri.
Miðvörður: Michael Keane (Everton) - Hefur átt mjög erfitt uppdráttar hjá Everton en bjargaði þeim nokkrum sinnum gegn Newcastle á meðan James Tarkowski var úti að aka.
Vinstri bakvörður: Diogo Dalot (Man Utd) - Hefur ekki verið frábær hingað til á tímabilinu en stóð sig mjög vel í markalausu jafntefli gegn Aston Villa. Stór kostur er að hann virðist spila jafn vel sem hægri og vinstri bakvörður.
Miðjumaður: Mateo Kovacic (Man City) - Skoraði tvennu gegn Fulham og var mikilvægur þegar kom að því að stýra hraða leiksins.
Miðjumaður: Ryan Gravenberch (Liverpool) - Hann var frábær spilandi djúpur á miðjunni og virðist vera búinn að leysa vandræði Liverpool á miðjunni eftir að félaginu mistókst að kaupa Martin Zubimendi í sumar.
Miðjumaður: Mikkel Damsgaard (Brentford) - Þessi sókndjarfi Dani lagði upp tvö í gríðarlega skemmtilegum sigri Brentford gegn Wolves um helgina þar sem átta mörk voru skoruð í leiknum.
Hægri kantur: Bukayo Saka (Arsenal) - Var allt í öllu í sigri Arsenal þar sem hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur. Hann var augljóslega besti leikmaður vallarins og hefur verið í stuði á upphafi tímabils.
Hægri kantur: Jarrod Bowen (West Ham) - Bowen bar fyrirliðabandið og skilaði sínu með marki og stoðsendingu er West Ham lagði nýliða Ipswich að velli.
Athugasemdir