Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 15:15
Sölvi Haraldsson
Sjáðu skelfilegt víti hjá Viðari - „Þetta var vont!“
Viðar Örn fiskaði vítið og fór á punktinn.
Viðar Örn fiskaði vítið og fór á punktinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þessa stundina var seinni hálfleikur að hefjast í leik KA og KR í Bestu deild karla. Staðan er 2-0 fyrir KR.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

Rétt fyrir hálfleiksflautið fengu KA-menn vítaspyrnu til að minnka muninn í 2-1 rétt fyrir hálfleik en það var brotið á Viðari Erni inni á teignum.. 

Viðar Örn Kjartansson fór sjálfur á punktinn og reyndi að tjippa beint á Guy Smit í markinu sem stóð bara. Svokallað paneka víti.

Agalegt! Hrikalegt hjá Viðari. Beint á markið, þægilegt fyrir Guy Smit.“ skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsinguna sína. 

Albert Ingason er að lýsa leiknum en hann segir að þetta hafi verið vont klúður hjá Viðari Erni.

Ömurlegt víti! Guy Smit, sá las hann og greip þetta. Þetta var vont, þetta var vont. Hollendingurinn víðlesni... jesús kristur. Þetta er flott og kalt þegar þetta gengur upp en vont þegar þetta er niðurstaðan.“

Þegar þessi frétt er skrifuð eru 10 mínútur liðnar af síðari hálfleiknum og staðan ennþá 2-0 fyrir KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner