Troy Deeney sérfræðingur BBC sér um að velja lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði aftur, að þessu sinni fyrir Chelsea, og Arsenal nýtti tækifærið og tók toppsætið með 2-0 sigri gegn West Ham.
Markvörður: Senne Lammens (Man Utd) - Fékk loksins tækifærið og greip það með báðum höndum. Óhræddur og lét í sér heyra. Fékk dynjandi lófaklapp hjá stuðningsmönnum enda markvarðarstaðan verið vandræðastaða hjá United.
Varnarmaður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Palace tapaði fyrir Everton en drifkraftur Munoz var magnaður. Frábær leikmaður.
Miðvarðaparið: Gabriel og William Saliba (Arsenal) - Miðverðir Arsenal eru báðir í úrvalsliðinu. Héldu hreinu og fóru á toppinn.
Varnarmaður: Adrien Truffert (Bournemouth) - Fenginn til að fylla skarð Kerkez. Franski bakvörðurinn kom frá Rennes og var frábær í sigri gegn Fulham.
Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Skoraði í sigrinum gegn Liverpool. Er í umræðunni um bestu varnartengiliði heims í dag.
Sókn: Mason Mount (Man Utd) - Hefur verið að ströggla en skoraði og var besti maður vallarins gegn Sunderland.
Stjórinn: Ruben Amorim (Man Utd) - Einhverjir segja 'þetta var bara Sunderland' en þessi sigur var feikilega mikilvægur fyrir Amorim.
Athugasemdir