Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. nóvember 2020 19:41
Victor Pálsson
Dofri Snorrason kveður Víking - Skórnir á hilluna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason hefur mögulega lagt skóna frægu á hilluna en hann hefur lengi leikið með Víkingi Reykjavík í efstu deild karla.

Dofri hefur reynst Víkingum gríðarlega mikilvægur en hann kom til félagsins frá KR fyrir heilum sjö árum síðan eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn í Víkinni árið 2010.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifaði færslu á Twitter í kvöld þar sem greint er frá því að Dofri sé búinn að kveðja Víkinga eftir að tímabilinu lauk hér heima.

Varnarmaðurinn er fæddur árið 1990 og spilaði alls tíu leiki í deild og bikar fyrir Víkinga í sumar.

Samtals hefur Dofri spilað 205 leiki í meistaraflokk á ferlinum og skorað í þeim 17 mörk.

Tómas þakkar Dofra fyrir vel unnin störf í færslu sinni en hann var vallarþulur á fyrsta leik hans árið 2010.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner