Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. desember 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Heimasíða Stríðsmanna | MBL 
Mega ekki heita Stríðsmenn - Breyta nafninu í Skandinavía
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Nýtt íslenskt knattspyrnufélag ætlar sér að hefja þátttöku í 4. deildinni næsta sumar. Félagið átti að bera heitið Stríðsmenn en Íþróttasamband Íslands, ÍSÍ, hefur hafnað því nafni. Nafn tengt stríði samræmist ekki gildum sambandsins.

Því hefur nafni félagsins verið breytt í Knattspyrnufélagið Skandinavía. Það hefur æfingaraðstöðu hjá FH og verður með reynsluæfingar á næsta ári fyrir leikmenn sem vilja spreyta sig með félaginu. Reynsluæfingarnar verða morgunæfingar frá klukkan 09:00 til 11:30. Æfingadagarnir eru 13.-17. janúar, 24.-28. febrúar og 23.-27. mars.

Saint Paul Edeh er talsmaður og þjálfari liðsins, sem hefur vakið athygli fyrir auglýsingaherferð á ruslatunnum í Skotlandi.

Saint Paul starfar sem umboðsmaður fyrir knattspyrnumenn og telur að færir knattspyrnumenn geti komið erlendis frá og gert góða hluti í neðri deildum íslenska boltans.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að auglýst hafi verið eftir leikmönnum víðsvegar um Evrópu, eða í Búlgaríu, Rúm­en­íu, Póllandi, Króa­tíu, Frakklandi, Svíþjóð, Portúgal, Spáni, Bretlandi og Belg­íu.
Athugasemdir
banner
banner