Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Nýtt íslenskt félag auglýsir á ruslatunnum í Skotlandi
Saint Paul Edeh er þjálfari Stríðsmanna.
Saint Paul Edeh er þjálfari Stríðsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Knattspyrnufélagið Stríðsmenn er nýtt félag á Íslandi sem stefnir á þátttöku í 4. deild karla næsta sumar. Stríðsmenn eru með háleit markmið og samkvæmt heimasíðu félagsins er markmiðið að fara beint upp í 3. deild á fyrsta ári sínu.

Á Twitter í gærkvöldi birtist mynd frá Glasgow í Skotlandi þar sem auglýsing frá Stríðsmönnum sést á rusaltunnum í Skotlandi. Þar er verið að auglýsa eftir leikmönnum í allar stöður á vellinum.

„Þénaðu 2000 pund (322 þúsund krónur) eða meira á mánuði með því að vinna og spila á Íslandi," segir efst í auglýsingunni.
Á heimasíðu Stríðsmanna kemur fram að félagið borgi leikmönnum ekki laun eða bónusa en það sé tilbúið að hjálpa leikmönnum að fá atvinnu á Íslandi.

Nú þegar eru leikmenn frá þrettán löndum í liði Stríðsmanna og koma þeir frá fjórum heimsálfum.

Á heimasíðunni kemur fram að æfingar hefjist hjá liðinu í Fífunni í janúar og að heimavöllur liðsins næsta sumar verði á Framvelli í Safamýri. Þjálfari liðsins er Saint Paul Edeh fyrrum leikmaður Fram og Afríku.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu Stríðsmanna
Athugasemdir
banner
banner