mán 06. desember 2021 16:26
Elvar Geir Magnússon
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benítez sagður vilja Grétar Rafn burt - Átök bak við tjöldin
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Everton hefur verið í basli.
Everton hefur verið í basli.
Mynd: EPA
Marcel Brands.
Marcel Brands.
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá í morgun er staða Grétars Rafns Steinssonar hjá Everton í óvissu eftir að Hollendingurinn Marcel Brands hætti sem yfirmaður fótboltamála.

Það hefur logað bak við tjöldin en Grétar hefur verið hægri hönd Brands og verið með puttana í leikmannakaupum. Talað hefur verið um að Grétar gæti verið næstur út um dyrnar.

Stjórn Everton hefur ákveðið að styðja við bakið á Rafa Benítez, stjóra liðsins.

Samkvæmt Football Insider vill Benítez fá Grétar burt frá félaginu og taka sjálfur fulla stjórn á leikmannakaupum fyrir komandi janúarglugga.

„Spánverjinn vann valdabaráttu sína við Brands og vill styrkja völd sín enn frekar með því losna við Grétar. Samkvæmt heimildarmanni okkar er Benítez með jafnvel lægra álit á Grétari en Brands," segir í umfjöllun Football Insider.

Sagt er að Benítez muni fá peninga til að styrkja liðið í janúar. Everton er í sextánda sæti en liðið mætir Arsenal í kvöld.

Brands vildi ekki ráða Benítez
Bjarni Þór Viðarsson ræddi um Brands í Vellinum á Síminn Sport í gær. Þeir Bjarni og Tómas Þór Þórðarson, þáttastjórnandi og ritstjóri enska boltans á Símanum, heimsóttu Goodison Park á miðvikudag þegar liðið mætti grönnunum í Liverpool.

„Ég heyri hluti þarna og vissi það þegar Rafa Benítez var ráðinn að það var ekki eining með þá ákvörðun. Marcel Brands var í stjórn félagsins. Eigendurnir ræddu við Roman Abramovich um Benítez þar sem gott orð fór af honum sem stjóra Chelsea," sagði Bjarni.

„Brands vildi fá einhvern annan inn. Þá hófust í raun átökin. Eftir að Benítez tók við hafa þeir Brands ekki unnið neitt alltof vel saman og mikil pressa er á Brands. Hann eyddi 300 milljónum punda og sá sem var á undan honum eyddi einnig miklu svo það hefur verið smá rugl á klúbbnum í dálítið langan tíma, síðan í raun Farhad Moshiri [eigandi félagsins] kemur inn með alla þessa peninga. Bygging á nýjum velli er jákvæð en það kannski kemur ekki nálægt því sem stuðningsmenn vilja sjá. Þeir eru svekktir og maður fann það á vellinum að það var allt brjálað þarna."

Benítez stýrir núna kaupunum eftir að Brands hætti.

„Orðið af Benítez er að hann sé mjög duglegur, mætir snemma og vill gera allt sjálfur. Hann er mikið í kringum leikmannahópinn og vill sjá allt það sem er að gerast, hlaupatölur og hvað er að gerast í akademíunni. Þetta var ekki að fara ganga til lengdar þegar Brands var ekki á því að Benítez ætti að taka við. Brands var með ágætis kaup inn á milli en þetta var einhvern veginn ekki að ganga. Stuðningsmenn og starfsmenn fannst hann vera „outsider"."

Bjarni segir þá frá því að Moshiri mæti á leikinn í kvöld en hann mætir alls ekki á alla leiki.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner