Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. janúar 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Framtíð Özil ræðst á næstu dögum - Partey að verða klár
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að framtíð Mesut Özil muni ráðast á æstu dögum en þýski miðjumaðurinn er að færast nær því að yfirgefa félagið.

Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan í mars en samningur hans rennur út eftir tímabilið. Það er allt útlit fyrir það að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Fenerbahce í Tyrklandi og bandaríska liðið DC United.

„Ef gengið verður frá einhverju í þessum mánuði er það vegna þess að það kemur eitthvað upp sem er gott fyrir báða aðila, Mesut og félagið. Þetta skýrist á næstu dögum," segir Arteta.



Partey gæti verið í hóp gegn Newcastle
Arsenal mætir Newcastle í bikarnum á laugardaginn og gæti miðjumaðurinn Thomas Partey spilað þann leik. Partey hefur verið frá vegna meiðsla síðan 6. desember. „Thomas er kominn aftur til æfinga með liðinu og gæti mögulega verið með á laugardag," segir Arteta um miðjumanninn öfluga sem kom frá Atletico Madrid síðasta sumar.

Arsenal verður án varnarmannsins Gabriel sem greindist með Covid-19 fyrir áramót. Arteta segir að Gabriel líði vel og sýni ekki einkenni.

Arsenal hefur unnið síðustu þrjá leiki sína og sótt níu stig gegn Chelsea, Brighton og West Brom. Arsenal vann Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner