Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 07. janúar 2023 15:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Burnley komst yfir - Jóhann Berg lagði upp
Mynd: Getty Images

Bournemouth og Burnley eigast nú við á Vitality vellinum, heimavelli Bournemouth en staðan er 1-1 eftir tæplega 15 mínútna leik.


Belgíski framherjinn Manuel Benson hefur verið flottur fyrir Burnley á þessari leiktíð en hann kom liðinu yfir á sjöttu mínútu eftir góða stungusendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Ryan Christie jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar eftir skelfileg mistök í vörn Burnley.

Josh Cullen varnarmaður Burnley fékk boltann stutt frá Bailey Peacock-Farrell markverði liðsins og sendi boltann þvert yfir eigin vítateig. Ryan Christie leikmaður Bournemouth var fyrstur í boltann og skoraði á opið markið.

Markið hjá Burnley má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner