20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær og Troy Deeney hefur valið úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC. Liverpool gerði 2-2 jafntefli gegn Manchester United, Arsenal gerði jafntefli gegn Brighton og Chelsea gerði jafntefli gegn Crystal Palace. Nottingham Forest vann sinn sjötta leik í röð, 3-0 gegn Wolves, og er jafnt Arsenal í öðru sæti.
Markvörður: Matz Sels (Nottingham Forest) - Belginn hefur átt frábært tímabil og hann átti mikilvægar vörslur á stórum augnablikum í 3-0 sigri Forest gegn Úlfunum.
Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Það verður erfitt fyrir Bournemouth að halda ungverska landsliðsmanninum. Lagði upps sigurmarkið gegn Everton.
Varnarmaður: Murillo (Nottingham Forest) - Brasilíumaðurinn og Serbinn í hjarta varnarinnar hjá Forest eru báðir í liðinu. Afskaplega öflugt miðvarðapar og vega hvorn annan gríðarlega vel upp. Hafa verið algjörlega frábærir á þessu tímabili.
Varnarmaður: Nikola Milenkovic (Nottingham Forest) - Serbinn smellpassar í enska boltann. Geggjuð kaup frá Fiorentina síðasta sumar.
Varnarmaður: Keane Lewis-Potter (Brentford) - Kantmaður sem hefur verið að leysa vinstri bakvörðinn af mikilli prýði. SKoraði í 5-0 sigri Brentford gegn Southampton.
Miðjumaður: Ross Barkley (Aston Villa) - Skoraði í 2-0 sigri gegn Leicester. Margir höfðu útilokað Barkley en hann hefur sýnt á síðustu 18 mánuðum hverju dugnaður og ákveðni geta skilað manni.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Liverpool) - Átti stoðsendingu og sýndi mjög góðan leik gegn Manchester United. Oftast einn af bestu mönnum vallarins þegar hann spilar.
Miðjumaður: Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest) - Fór illa með sitt gamla félag og skoraði fyrsta mark Forest. Það furðuðu sig margir á verðmiðanum þegar Forest keypti Gibbs-White en enginn er að tala um hann núna.
Sóknarmaður: Amad Diallo (Manchester United) - Þessi ungi leikmaður er að standa sig feikilega vel og skoraði jöfnunarmarkið gegn Liverpool.
Sóknarmaður: Raul Jimenez (Fulham) - Mexíkóinn skoraði tvívegis af vítapunktinum þegar Fulham gerði 2-2 jafntefli gegn Ipswich.
Sóknarmaður: Savinho (Manchester City) - Lék frábærlega í 4-1 sigri gegn West Ham. Brassinn ungi er að finna sig betur og betur með hverjum leiknum. Bjó til fyrsta mark City og átti svo tvær glæsilegar stoðsendingar á Erling Haaland.
Athugasemdir