20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær og Troy Deeney hefur valið úrvalslið umferðarinnar fyrir BBC. Liverpool gerði 2-2 jafntefli gegn Manchester United, Arsenal gerði jafntefli gegn Brighton og Chelsea gerði jafntefli gegn Crystal Palace. Nottingham Forest vann sinn sjötta leik í röð, 3-0 gegn Wolves, og er jafnt Arsenal í öðru sæti.
Markvörður: Matz Sels (Nottingham Forest) - Belginn hefur átt frábært tímabil og hann átti mikilvægar vörslur á stórum augnablikum í 3-0 sigri Forest gegn Úlfunum.
Sóknarmaður: Amad Diallo (Manchester United) - Þessi ungi leikmaður er að standa sig feikilega vel og skoraði jöfnunarmarkið gegn Liverpool.
Sóknarmaður: Raul Jimenez (Fulham) - Mexíkóinn skoraði tvívegis af vítapunktinum þegar Fulham gerði 2-2 jafntefli gegn Ipswich.
Athugasemdir