Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún er sú eina sem er spurningarmerki"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir er í landsliðshópnum sem mætir Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni.

Hópurinn var tilkynntur í Laugardalnum núna fyrir hádegi í dag.

Amanda hefur ekki verið með liði sínu, Twente í Hollandi, í undanförnum leikjum vegna meiðsla og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir að hún sé spurningamerki.

„Amanda er byrjuð að æfa á fullu og allt það," sagði Þorsteinn.

„Ég vonast til að hún verði klár í verkefnið. Hún er sú eina sem er spurningamerki en ég valdi hana og vonast til að hún verði klár. Hún er að æfa á fullu og er tilbúin eins og er, en við verðum að sjá hvernig næstu dagar líta út hjá henni."
Athugasemdir
banner
banner
banner