Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Mætt aftur eftir þriggja og hálfs árs fjarveru
Þrjár breytingar
Icelandair
Andrea Rán.
Andrea Rán.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjars.
Dagný Brynjars.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Guðný mætt aftur.
Guðný mætt aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur valið hóp fyrir leiki gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni. Báðir leikirnir fara fram ytra. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í riðlinum, en Noregur er fjórða lið riðilsins.

Ísland mætir Sviss á Stadion Letzigrund í Zürich föstudaginn 21. febrúar kl. 18:00 og Frakklandi á Stade Marie-Marvingt í Le Mans þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:10. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland og Sviss mættust síðast 11. apríl 2023 í vináttuleik, einmitt á Stadion Letzigrund, og vann Ísland 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Ísland og Frakkland mættust síðast á EM 2022 og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli, en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði leikinn á 12 mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Þrjár breytingar eru frá síðasta hóp. Guðný Árnadóttir kemur inn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur en Guðný glímdi við meiðsli í síðasta verkefni. Þær Dagný Brynjarsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir koma þá inn fyrir þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur. Dagný er að snúa til baka í hópinn eftir barnseign og Andrea Rán er í fyrsta sinn í hópnum síðan haustið 2021.

Sandra María Jessen, Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi eru þær þrjár í hópnum sem spila á Íslandi.

Hópurinn
Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir

Útileikmenn
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk
Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Athugasemdir
banner
banner
banner