Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard safnaði 12 þúsund pundum fyrir gott málefni
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, gerði það gott um síðastliðna helgi.

Hann, ásamt rapparanum Aitch og grínistanum Michael Dapaah, söfnuðu pening fyrir heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi síðasta sunnudag. Þeir streymdu tölvuleiknum FIFA og náðu að safna 12 þúsund pundum, eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna.

„Takk allir sem fylgdust með og styrktu málefnið. Peningurinn sem safnaðist fer beint í mjög mikilvægt málefni," skrifaði Lingard á Twitter.

Lingard hefur fengið stóran skammt af gagnrýni fyrir frammistöðu sína innan vallar á þessu tímabili, en það verður að hrósa þegar vel er gert.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner