Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 07. júní 2022 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér Ísak Bergmann sem mögulega 'sexu' í framtíðinni
Ísak Bergmann í leiknum gegn Albaníu í gær.
Ísak Bergmann í leiknum gegn Albaníu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag voru djúpir miðjumenn (sexur) í íslenska landsliðinu til umræðu.

Birkir Bjarnason hefur leyst þá stöðu í síðustu leikjum liðsins sem og Aron Elís Þrándarson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var til viðtals í þættinum og var hann spurður út í 'sexu' stöðuna á vellinum.

„Við hugsum um Aron Elís og svo til framtíðar um Andra Fannar. Kolbeinn Þórðar í U21 hefur tekið flott skref hjá Davíð Snorra," sagði Arnar.

„Bæði ég og Jói Kalli hugsum líka lengra inn í framtíðina þar sem við vonandi getum verið lið sem er aðeins meira með yfirhöndina í leikjum. Þá er hægt að hugsa um leikmenn eins og Ísak Bergmann í þessa stöðu."

„Það eru alveg möguleikar í þessu en eins og staðan er akkúrat í dag erum við með Birki Bjarnason og Aron Elís í hópnum,"
sagði Arnar.

Umræðuna má nálgast eftir 36 mínútur í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner