Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 07. júlí 2022 08:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal telur sig vera að landa Tielemans
Powerade
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: EPA
Nicolas Tagliafico.
Nicolas Tagliafico.
Mynd: Getty Images
Tielemans, Antony, Nunes, Gordon, Leno, Raphinha og fleri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta.

Arsenal er bjartsýnt á að skáka Manchester United og krækja í belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) frá Leicester. (Sun)

Manchester United hefur gert 51 milljóna punda tilbið í brasilíska framherjann Antony (22) en hollenska félagið vill fá 68 milljónir punda fyrir hann. (Goal)

Manchester United veit ekki hvort portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (37) muni snúa aftur til æfinga þegar félagið fer til Tælands. (Times)

Oliver Kahn hjá Bayern München segir að Ronaldo passi ekki inn í hugmyndafræði þýska félagsins. (Mail)

Chelsea er að undirbúa 38 milljóna punda tilboð í portúgalska miðjumanninn Matheus Nunes (23) sem er einnig á óskalita Wolves. (A Bola)

Barcelona er að skoða að fá argentínska vinstri bakvörðinn Nicolas Tagliafico (29) ef félagið nær ekki að krækja í Marcos Alonso (31) frá Chelsea. (Marca)

Everton ætlar að bjóða vængmanninum Anthony Gordon (21) nýjan samning til að fæla frá áhuga Newcastle. (Times)

Everton hyggst ekki selja Dominic Calvert-Lewin (25) og gæti boðið enska sóknarmanninum nýjan samning. (Mirror)

Arsenal skoðar það að selja sjö leikmenn, þar á meðal Nicolas Pepe (27) og þýska markvörðinn Bernd Leno (30) til að fjármagna leikmannakaup. (Sun)

Fulham er í viðræðum við Arsenal um Leno. (West London Sport)

Leeds United hefur beðið Barcelona um að gera lokatilboð í brasilíska framherjann Raphinha (25) þar sem enska félagið vill að framtíð hans skýrist sem fyrst. (Sport)

Crystal Palace vonast til að skáka Everton og Nottingham Forest í baráttunni um enska miðjumanninn Morgan Gibbs-White (22) hjá Wolves. (TalkSport)

Palace er í viðræðum um enska miðjumanninn Flynn Downes (24) hjá Swansea. (Mail)

West Ham er einnig að ræða við Swansea um Downes sem var stuðningsmaður Hamranna þegar hann var yngri. (Sky Sports)

Tottenham er að ganga frá 15 milljóna punda kaupum á enska bakverðinum Djed Spence (21) frá Middlesbrough. (Telegraph)

Nottingham Forest vonast til að fá enska vinstri bakvörðinn Omar Richards (24) frá Bayern München og velska hægri bakvörðinn Neco Williams (21) frá Liverpool um helgina. (Athletic)

Southampton hefur áhuga á Williams og vonast til að skáka Forest í baráttunni um varnarmanninn. (Football Insider)

Club Brugge hefur hafnað tilboði frá Leeds í belgíska miðjumanninn Charles de Ketelaere (21) sem vill frekar fara til AC Milan. (HLN)

Enski miðjumaðurinn Jesse Lingard (29) er á leið til Bandaríkjanna í viðræður við tvö félög í MLS-deildinni. (ESPN)

Ensku leikmennirnir munu fá 55 þúsund pund í bónusgreiðslur á mann ef England vinnur EM. (Telegraph)

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic hefur tekið á sig launalækkun til að gera nýjan samning við Ítalíumeistara AC Milan. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner