Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
banner
   mán 07. september 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Aina á leið til Fulham
Fulham er að fá varnarmanninn Ola Aina í sínar raðir á láni frá Torino á Ítalíu.

Nígeríumaðurinn mun væntanlega skrifa undir lánssamning hjá Fulham í vikunni.

Fulham getur síðan keypt Aina á ellefu milljónir punda næsta sumar ef hann stendur sig vel.

Aina ólst upp hjá Chelsea en þessi 23 ára gamli leikmaður fór síðan til Torino.

Aina spilaði 37 leiki með Torino á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner