Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 07. september 2020 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ampadu kominn til Sheffield United (Staðfest)
Sheffield United er búið að tryggja sér varnarmanninn Ethan Ampadu á lánssamningi frá Chelsea sem gildir út tímabilið.

Ampadu er þriðji leikmaðurinn sem Sheffield bætir við sig í dag eftir komu tveggja bakvarða frá Derby County.

Wilder er afar hrifinn af Ampadu og segir félagið hafa lagt mikla vinnu í að tryggja þennan lánssamning.

Ampadu, sem á tvítugsafmæli eftir viku, hefur spilað 15 leiki fyrir A-landslið Wales.

Hann varði síðustu leiktíð að láni hjá RB Leipzig í Þýskalandi en spilaði aðeins sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner