Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. október 2022 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Hvað þarf að gerast til þess að við endum í umspilinu á Nýja-Sjálandi?
Icelandair
Ísland er að spila við Portúgal þessa stundina.
Ísland er að spila við Portúgal þessa stundina.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það verður framlengt hjá Íslandi og Portúgal í umspilinu fyrir HM 2023.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Með sigri í framlengingu þá tryggir Ísland sér farseðilinn á HM í fyrsta sinn.

En ef leikurinn fer alla leið í vítaspyrnukeppni - eins og möguleiki er á - þá gæti farið svo að Ísland fari í annað umspil í febrúar á næsta ári. Það umspil verður í Nýja-Sjálandi.

Ef Ísland vinnur í vítaspyrnukeppni og Írland vinnur Skotland í venjulegum leiktíma eða framlengingu, þá fer íslenska liðið til Nýja-Sjálands í umspil. Leikur Skotlands og Írlands er að fara að hefjast.

Ef við töpum gegn Portúgal, þá erum við úr leik.

Umspilið í Nýja-Sjálandi verður haldið 18. til 23 febrúar á næsta ári og verða þar tíu lið frá sex heimsálfum. Þrjú af þessum tíu liðum taka síðustu sætin af mótinu. Þau lið sem eru nú þegar komin inn í umspilið í Nýja-Sjálandi eru: Taípei, Taíland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea.


Athugasemdir
banner
banner