Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. nóvember 2019 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Malmö og Krasnodar í harðri baráttu
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni kom ekki við sögu í sigri Krasnodar.
Jón Guðni kom ekki við sögu í sigri Krasnodar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Celtic tryggði sig áfram með dramatískum sigri á Lazio.
Celtic tryggði sig áfram með dramatískum sigri á Lazio.
Mynd: Getty Images
Munir gerði þrennu fyrir Sevilla sem tryggði sig í 32-liða úrslitin.
Munir gerði þrennu fyrir Sevilla sem tryggði sig í 32-liða úrslitin.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem gerði markalaust jafntefli gegn Lugano frá Sviss í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Malmö er í þriðja sæti í sínum riðli með fimm stig. FC Kaupmannahöfn og Dynamo Kiev eru með sex stig og spennan mikil um sæti í 32-liða úrslitunum.

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar í 3-1 sigri á Trabzonspor frá Tyrklandi.

Krasnodar er með sex stig eins og Getafe í C-riðli. Á toppi riðilsins er Basel með tíu stig, en Basel er komið áfram í 32-liða úrslitin eftir 2-1 sigur á Getafe.

Íslendingaliðin í harðri baráttu um að komast áfram í 32-liða úrslitin, en þrjú lið voru að tryggja sér farseðilinn þangað. Ásamt Basel gerðu Sevilla og Celtic það.

Sevilla er með fullt hús stiga eftir 5-2 sigur á Dudelange frá Lúxemborg og Celtic vann dramatískan sigur á Lazio á Ítalíu þar sem Olivier Ntcham skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum sem voru að klárast.

A-riðill:
APOEL 2 - 1 Qarabag
0-1 Maksim Medvedev ('10 )
1-1 Lucas Souza ('59 )
2-1 Nicolas Ioannou ('88)

Dudelange 2 - 5 Sevilla
0-1 Munas Dabbur ('17 )
0-2 Munir El Haddadi ('27 )
0-3 Munir El Haddadi ('33 )
0-4 Munas Dabbur ('36 )
0-5 Munir El Haddadi ('66 )
1-5 Danel Sinani ('69 )
2-5 Danel Sinani ('80 )

B-riðill:
FC Kaupmannahöfn 1 - 1 Dynamo Kiev
1-0 Jens Stage ('4 )
1-0 Viktor Tsygankov ('15 , Misnotað víti)
1-1 Benjamin Verbic ('70 )

Lugano 0 - 0 Malmö

C-riðill:
Basel 2 - 1 Getafe
1-0 Arthur ('8 )
1-1 Jaime Mata ('45 )
2-1 Fabian Frei ('60 )

FK Krasnodar 3 - 1 Trabzonspor
1-0 Manuel Fernandes ('27 )
2-0 Manuel Fernandes ('35 )
3-0 Ivan Ignatyev ('90 )
3-1 Anthony Nwakaeme ('90 )

D-riðill:
Rosenborg 0 - 2 Sporting
0-1 Sebastian Coates ('16 )
0-2 Bruno Fernandes ('38 )

LASK Linz 4 - 1 PSV
0-1 Daniel Schwaab ('5 , víti)
1-1 Reinhold Ranftl ('56 )
2-1 Dominik Frieser ('60 )
3-1 Joao Klauss ('77)
4-1 Joao Klauss ('82)

E-riðill:
Lazio 1 - 2 Celtic
1-0 Ciro Immobile ('7 )
1-1 James Forrest ('38 )
1-2 Olivier Ntcham ('90 )

Cluj 1 - 0 Rennes
1-0 Mario Rondon ('87 )
Rautt spjald: Mario Rondon, Cluj ('90)

F-riðill:
Standard 2 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Zinho Vanheusden ('56 )
1-1 Filip Kostic ('65 )
2-1 Maxime Lestienne ('90 )

Klukkan 20:00 hefjast nokkrir leikir og þar á meðal er leikur Manchester United og Partizan á Old Trafford. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.

Sjá einnig:
Evrópudeildin: Rúnar spilaði ekki í stóru tapi gegn AZ


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner