Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City trónir á toppnum eftir að hafa slátrað Bournemouth. Tottenham, Liverpool og Arsenal misstigu sig öll í umferðinni.
Markvörður: Sam Johnstone (Crystal Palace) - Palace vann Burnley án þess að ná sínum besta leik. Markvörður liðsins var hinsvegar í banastuði.
Varnarmaður: Harry Maguire (Manchester United) - Átti virkilega trausta frammistöðu í sigri United gegn Fulham. Þrátt fyrir mikla gagnrýni og pressu nær hann að halda sínu striki.
Miðjumaður: Jeremy Doku (Manchester City) - Doku gjörsamlega slátraði Bournemouth. Lagði upp fjögur mörk og skoraði sjálfur.
Miðjumaður: Joelinton (Newcastle) - Hreinlega magnaður í sigrinum gegn Arsenal og lagði upp eina mark leiksins.
Sóknarmaður: Anthony Gordon (Newcastle) - Heldur áfram að vera frábær með Newcastle og skoraði markið sem réði úrslitum gegn Arsenal.
Sóknarmaður: Nicolas Jackson (Chelsea) - Kláraði færin af mikilli fagmennsku þegar hann skoraði þrennuna gegn Tottenham.
Athugasemdir