Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. nóvember 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar sannfærandi og leikmenn að nýta sýningargluggann vel
Mark og stoðsending hjá Karli.
Mark og stoðsending hjá Karli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu hans Nikolaj fagnað.
Markinu hans Nikolaj fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur leiðir sanngjarnt 2-0 gegn bosníska liðinu Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni. Þeir Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson skoruðu mörk Víkinga í fyrri hálfleik.

Víkingar hafa heilt yfir verið betra liðið á Kópavogsvelli og hefðu mögulega, ofan á mörkin tvö, átt að fá vítaspyrnu þegar Danijel Dejan Djuric fór niður í vítateig Borac.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

Það er mjög mikilvægt fyrir Víking að ná í góð úrslit ætli liðið sér að ná markmiði sínu að fara í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Til þess að það náist þarf Víkingur að vera í 9.- 24. sæti í deildinni að loknum sex umferðum. Ef sigur vinnst í dag verður liðið með sex stig eftir þrjá leiki og í mjög vænlegri stöðu.

En þetta er ekki einungis mikilvægur leikur fyrir Víking sem lið og félag, því þetta er einnig stór gluggi fyrir þá leikmenn Víkings sem dreymir um að taka skrefið erlendis í atvinnumennsku.

Danijel Djuric (2003) átti góðan fyrri háflleik og Karl Friðleifur (2001) hefur bæði skorað og lagt upp. Gísli Gottskálk Þórðarson (2004) hefur verið mjög öflugur á miðjunni. Það er einungis tímaspursmál um hvenær, ekki hvort, Gísli fer út í atvinnumennsku. Bæði Karl Friðleifur og Gísli Gotti voru í liði ársins hér á Fótbolti.net fyrir frammistöðu þeirra í sumar. Ari Sigurpálsson (2003) er einnig orðaður við atvinnumennsku en hann er á varamannabekknum.

Mörg augu eru á þessum leik þar sem þetta er eini Evrópuleikurinn sem fram fer þetta snemma dags. Víkingur fékk undanþágu til að spila þetta snemma þar sem flóðljósin þykja ekki nægilega sterk til að spilað sé að kvöld til.
Athugasemdir
banner
banner