Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 07. desember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sunneva Hrönn framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir hefur framlengt samning sinn við FH út keppnistímabilið 2023.

Hún gekk til liðs við FH fyrir síðustu leiktíð en hún gekk til liðsins frá Hamri.

Hún lék alla 18 leikina í Lengjudeildinni og skoraði í þeim sex mörk.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu sem birtist á Facebook síðu FH

Sunneva Hrönn framlengir
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir hefur framlengt samning sinn við FH út keppnistímabilið 2023. Hún kom til FH fyrir síðasta tímabil og stóð sig mjög vel fyrir liðið. Í meistaraflokki á hún að baki 51 leik í efstu og næstefstu deild og hefur skorað í þeim 7 mörk þar af 6 með FH í Lengjudeildinni á síðasta keppnistímabili.
Sunneva Hrönn er gríðarlega öflugur bakvörður sem átti mikinn þátt í góðri spilamennsku FH liðsins síðasta sumar og það er okkur FH-ingum mikið ánægjuefni að hún hafið ákveðið að framlengja samning sinn við félagið.
#ViðerumFH

Athugasemdir
banner
banner
banner