Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 08. janúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas talaði nokkrum sinnum við David Moyes
Fabregas fór til Chelsea sumarið 2014 þar sem hann vann tvo Englandsmeistaratitla.
Fabregas fór til Chelsea sumarið 2014 þar sem hann vann tvo Englandsmeistaratitla.
Mynd: Getty Images
Sumarið 2013 er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United. Mikið var um sögusagnir, en enginn kom til félagsins - fyrir utan Marouane Fellaini á síðasta degi félagaskiptagluggans.

Cesc Fabregas leikur í dag með Mónakó, en hann var hjá Barcelona á þessum tíma. Hann var einn af fjölmörgum sem voru orðaðir við Manchester United.

David Moyes hafði tekið við United fyrir sumarið 2013 af Sir Alex Ferguson, en hann var rekinn frá félaginu í apríl 2014.

Cesc Fabregas var í stuði á samfélagsmiðlinum Twitter í gær og svaraði þar mörgum spurningum frá aðdáendum.

Ein spurningin var: „Hversu nálægt varstu að ganga í raðir Manchester United?"

Því svaraði Fabregas: „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið nálægt því, en ég talaði nokkrum sinnum við David Moyes."

Fabregas lék með Arsenal frá 2003 til 2011, en þaðan fór hann til Barcelona og var þar til 2014. Hann fór ekki til Man Utd sumarið 2013, en sumarið 2014 sneri hann aftur til Englands og fór í Chelsea. Þar vann hann tvo Englandsmeistaratitla áður en hann fór til Mónakó á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner