Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 08. janúar 2020 15:49
Elvar Geir Magnússon
Meiðslavandræði Mkhitaryan halda áfram
Henrikh Mkhitaryan er kominn með ný vöðvameiðsli og óvíst er hvenær hann mun snúa aftur.

Þessi 31 árs sókndjarfi miðjumaður er hjá Roma á lánssamningi frá Arsenal.

Hann hefur aðeins spilað ellefu mótsleiki fyrir Roma síðan hann kom 2. september.

Armenski landsliðsmaðurinn hefur ekki byrjað leik síðan 12. desember vegna vöðvameiðsla.

Mkhitaryan var að snúa aftur úr meiðslum þegar hann meiddist aftur. Hann var á bekknum gegn Torino á sunnudag.

Hann var meiddur í hægra læri en nú er hann meiddur á því vinstra.
Athugasemdir
banner
banner