Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 08. janúar 2020 15:06
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Everton mættu á æfingu - Funduðu með Brands
Stuðningsmönnum Everton var ekki hlátur í huga eftir 1-0 tapið gegn Liverpool í enska bikarnum um helgina.

Liverpool stillti upp varaliði í leiknum en hafði þrátt fyrir það betur gegn nágrönnum sínum.

Lítill hópur stuðningsmanna Everton mætti á æfingasvæði félagsins í gær til að lýsa yfir óánægju sinni.

Leikmenn Everton voru í fríi en Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála, fundaði með stuðningsmönnum og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja.

Fabian Delph, miðjumaður Everton, reifst við stuðningsmann á Instagram eftir tapið um helgina en félagið ætlar að rannsaka það mál betur.
Athugasemdir
banner
banner