Bournemouth er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur á Everton í úrvalsdeildarslag.
Antoine Semenyo kom Bournemouth yfir og Daniel Jebbison bætti öðru markinu við en hann var kallaður til baka úr láni frá Watford í janúar.
Everton setti pressu á Bournemouth í seinni hálfleik. Carlos Alcaraz átti skot í stöng úr aukaspyrnu og þá bjargaði Bournemouth á línu, stuttu síðar átti Jack Harrison fyrirgjöf en boltinn fór framhjá öllum og endaði í stönginni.
Boltinn neitaði að fara í netið og 2-0 sigur Bournemouth staðreynd.
Stefán Teitur Þórðarson spilaði 66 mínútur fyrir Preston gegn Wycombe en það er framlenging þar. Staðan var 0-0 eftir 90 mínútur.
Leik Coventry og Ipswich seinkaði um tíu mínútur þar sem það gekk illa að koma hátt í tíu þúsund stuðningsmönnum inn á völlinn. Margir misstu eflaust af fyrstu tveimur mörkum leiksins en staðan var orðin 1-1 eftir átta mínútna leik en Ipswich vann að lokum öruggan sigur. Fulham er komið áfram eftir sigur á Wigan.
Coventry 1 - 4 Ipswich Town
0-1 George Hirst ('2 , víti)
1-1 Joel Latibeaudiere ('8 )
1-2 Jack Clarke ('28 )
1-3 Jack Clarke ('37 )
1-4 Jaden Philogene ('63 )
Everton 0 - 2 Bournemouth
0-1 Antoine Semenyo ('23 , víti)
0-2 Daniel Jebbison ('43 )
Preston NE 0 - 0 Wycombe Wanderers Framlenging í gangi
Southampton 0 - 1 Burnley
0-1 Marcus Edwards ('77 )
Stoke City 3 - 3 Cardiff City Framlenging í gangi
0-1 Rubin Colwill ('8 )
0-2 Yousef Salech ('19 )
1-2 Lewis Koumas ('42 )
2-2 Lewis Koumas ('47 )
3-2 Lewis Baker ('58 , víti)
3-3 Rubin Colwill ('68 )
Wigan 1 - 2 Fulham
0-1 Rodrigo Muniz ('23 )
1-1 Jonny Smith ('50 )
1-2 Rodrigo Muniz ('55 )
Athugasemdir